Mikill viðbúnaður á Suðurnesjum vegna nauðlendingarinnar
Mikill viðbúnaður á Suðurnesjum vegna nauðlendingarinnar
Tæplega 100 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðir út á fjórða tímanum þegar boð komu um Boeing 747 vél með 282 farþega sem væri með reyk í farþegarými um borð. Björgunarskip frá Grindavík, Sandgerði og Reykjavík voru kölluð út ásamt öllum björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum.Björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu, 10 bílar með um 40 manns var safnað saman við Álverið í Straumsvík ásamt sjúkrabílum og voru þeir til taks ef þurft hefði. Þá voru um 9 bílar með um 50 manns frá björgunarsveitum á Suðurnesjum safnað saman við í þjónustuhlið upp við flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem þeir voru tilbúnir til aðstoðar.
Færanlegt neyðarsjúkrahús Björgunarsveitar Suðurnes var einnig orðið tilbúið til uppsetningar, en um er að ræða tvö stór uppblásanleg tjöld sem sinnt tugum slasaðra á klukkustund, en læknar sjúkrahúsi Suðurnesja, sjúkraflutningsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja ásamt björgunarsveitarmönnum sjá um að manna sjúkrahúsið ef á þarf að halda.
Tæplega 100 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðir út á fjórða tímanum þegar boð komu um Boeing 747 vél með 282 farþega sem væri með reyk í farþegarými um borð. Björgunarskip frá Grindavík, Sandgerði og Reykjavík voru kölluð út ásamt öllum björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum.Björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu, 10 bílar með um 40 manns var safnað saman við Álverið í Straumsvík ásamt sjúkrabílum og voru þeir til taks ef þurft hefði. Þá voru um 9 bílar með um 50 manns frá björgunarsveitum á Suðurnesjum safnað saman við í þjónustuhlið upp við flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem þeir voru tilbúnir til aðstoðar.
Færanlegt neyðarsjúkrahús Björgunarsveitar Suðurnes var einnig orðið tilbúið til uppsetningar, en um er að ræða tvö stór uppblásanleg tjöld sem sinnt tugum slasaðra á klukkustund, en læknar sjúkrahúsi Suðurnesja, sjúkraflutningsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja ásamt björgunarsveitarmönnum sjá um að manna sjúkrahúsið ef á þarf að halda.