Mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli
Konungshjónin Abdullah II og Rania drottning lentu á Keflavíkurflugvelli um klukkan ellefu í morgun, en þau koma við hér og í Bretlandi á leið sinni til Bandaríkjanna, þar sem Abdullah hyggst ræða við Bill Clinton Bandaríkjaforseta um friðarferlið í Miðausturlöndum. Íslenskum fjölmiðlum var haldið í fjarlægð frá konungi og gert að taka myndir yfir gaddavír og vírnet.Abdullah mun í dag kynna sér hátæknifyrirtæki hér á landi, meðal annars íslenska erfðagreiningu, og einnig mun hann hitta erlenda sendiherra. Í kvöld snæða hjónin hátíðarkvöldverð á Bessastöðum. Hann kom að Bessastöðum skömmu fyrir hádegi þar sem konungshjónunum var vel fagnað. Á morgun mun Abdullah II skoða orkuver Hitaveitu Suðurnesja og einnig koma við í Bláa lóninu á leið sinni aftur út á flugvöll.Mikill viðbúnaður er nú á Keflavíkurflugvelli þar sem flugvél forsetans er varin með skotvopnum af íslensluk lögreglumönnum og sérsveitarmönnum frá Jórdaníu.