Mikill vatnsleki í Njarðvíkurskóla í morgun
Mikils vatnsleka varð vart í Njarðvíkurskóla um kl. átta í morgun. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fékk boð frá viðvörunarkerfi í skólanum og fór þegar á vettvang.Fjölmennt lið hefur verið í allan morgun að dæla vatninu af gólfum skólans. Vatnslekinn varð í lögn milli 2. og 3. hæðar skólans. Vatn rann um gólf á hluta annarar gæðar og niður stigagang í kjallara.
Tjón er ekki talið mikið en á þó eftir að koma í ljós hvort gólfdúkar losna upp. Nokkrar hurðir eru bólgnar en annað tjón óljóst.
Tjón er ekki talið mikið en á þó eftir að koma í ljós hvort gólfdúkar losna upp. Nokkrar hurðir eru bólgnar en annað tjón óljóst.