Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikill titringur meðal starfsmanna á Keflavíkurflugvelli
Mánudagur 27. október 2003 kl. 17:41

Mikill titringur meðal starfsmanna á Keflavíkurflugvelli

Mikill titringur er á meðal starfsmanna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli í kjölfar tíðinda þess efnis að um 90 starfsmönnum Varnarliðsins verði send uppsagnarbréf. Víkurfréttir hafa í dag rætt við starfsmenn á varnarsvæðinu sem óttast mjög að fá uppsagnarbréf í pósti nú um mánaðamótin. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta fóru uppsagnarbréfin í póst í dag og munu því berast til viðtakenda á morgun, þriðjudag.

Víkurfréttir hafa undir höndum lista yfir stéttarfélög og starfshópa sem fá uppsagnir:

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna 1,

Rafiðnaðarsamband Suðurnesja 3,

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis 28,

Iðnsveinafélag Suðurnesja 9,

Trésmíðafélag Reykjavíkur 1,

Stéttarfélag verkfræðinga 1,

Verkstjórafélag Suðurnesja 2,

Verslunarmannafélag Suðurnesja 23,

Matvæla- og veitingasamband Íslands 2,

Starfsmenn utan stéttarfélaga – stjórnunarstarfsmenn 20,

Samtals eru þetta 90 starfsmenn. Þar af eru 69 þeirra búsettir á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024