Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikill sjógangur við Keflavík
Mánudagur 10. febrúar 2003 kl. 10:47

Mikill sjógangur við Keflavík

Mikill sjógangur hefur verið í allan morgun á Stakksfirði. Þung aldan af Faxaflóa hefur brotnað á klettaströndinni við Keflavík og Njarðvík. Þannig braut myndarlega á klettum neðan við gömlu sundhöllina í Keflavík í morgun þegar ljósmyndari var þar á ferð. Eftir að vind hafði hægt aðeins á Garðskaga með morgninum virðist hann vera að hvessa aftur á Garðskaga og þar var kominn stormur kl. 11Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:
Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á öllu landinu.

Austanátt, víða 20-28 m/s, hvassast sunnanlands og rigning. Mun hægari suðaustanátt og skúrir sunnantil á landinu síðdegis og lægir einnig norðanlands í kvöld. Hiti 2 til 7 stig. Gengur í suðvestan 18-25 með snjókomu eða éljum sunnan- og vestanlands í nótt. Suðvestan 10-15 m/s á morgun, en 15-20 norðan- og austanlands fram eftir degi. Léttir til á austanverðu landinu, en él vestantil og dálítil rigning síðdegis. Hiti 0 til 5 stig.

Gert 10.02.2003 kl. 10:20.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024