Mikill sinueldur í Ósabotnum
Um miljan dag var tilkynnt til lögreglu á Suðurnesjum um mikinn sinueld í Ósabotnum í Reykjanesbæ skammt norðan við Hafnavegi. Lögreglan fór á staðinn og náði með aðstoð vegfarenda og breyttra vindáttar að slökkva eldinn. Talsvert stórt svæði varð eldinum að bráð. Eldsupptök eru ókunn en talsvert er um að fólk fari um þetta svæði eftir að herinn fór.