Mikill samdráttur í fjölda gistinátta
Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum í september drógust saman um 96% á milli ára en íslenskum gistinóttum fjölgaði um 28%. Á Suðurnesjum er samdrátturinn í september 83%. Gistinætur keyptar á hótelum í september voru 7.154 en voru 41.329 í sama mánuði árið 2019.
Samdráttur í hótelgistingu er alls staðar frá 70 til 90%. Samdráttur í hótelgistingum var einnig mikill á milli áranna 2018 og 2019 á Suðurnesjum eða 51%. Það var mesti samdrátturinn á landinu öllu en hann var annars staðar á landinu 45% að meðaltali.