Mikill samdráttur á fasteignamarkaði Suðurnesja
Fasteignavelta á Suðurnesjum í apríl og maí dregst verulega saman miðað við sömu mánuði í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati Ríkisins.
Virðist það vera nokkuð í takt við þær fréttir sem berast af 30% samdrætti fasteignamarkaðar á höfuðborgarsvæðinu en ýmis teikn eru á lofti um enn meiri samdrátt.
Sölum fækkar úr 126 í 57 á milli ára í apríl. Í maí fækkar sölum úr 103 í 58 á milli ára. Þessar tölur eru miðað við fjölda kaupsamninga um sölur í fjölbýli og sérbýli, óháð byggingarstigi og tekur til allra byggðalaganna á Suðurnesjum.
Litlar líkur eru á því að það lifni yfir markaðnuum á næstuni því Íbúðalánasjóður hefur hækkað vexti sína upp fyrir bankavextina og lækkað hámarkslán. Þá segir á visir.is í dag að samkvæmt heimildum séu bankarnir að draga stórlega úr framkvæmdalánum vegna bygginga, sem nú þegar er byrjað á, og séu auk þess nánast hættir að heita fjármagni til fyrirhugaðra framkvæmda. Samkvæmt heimildum VF hefur ótilgreindur fjöldi nýrra lóðahafa í Reykjanesbæ hætt við byggingaáform sín af þeim sökum.
Þá mun húsnæðisverð almennt vera byrjað að lækka vegna verðbólgu en á höfuðborgarsvæðinu nemur lækkunin rösklega 1,5% að raunvirði.
Mikill fjöldi nýrra bygginga mun koma inn á markaðinn á næstu mánuðum, sérstaklega í Reykjanesbæ þar sem búið er að úthluta miklum fjölda lóða. Þá mun væntanlega losna um nokkurn fjölda eldra húsnæðis þegar Nesvellir komast í gagnið, sem eflaust mun hafa einhver áhrif á almennan fasteignamarkað, þar sem aukið framboð hefur yfirleitt áhrif á verð.
Virðist það vera nokkuð í takt við þær fréttir sem berast af 30% samdrætti fasteignamarkaðar á höfuðborgarsvæðinu en ýmis teikn eru á lofti um enn meiri samdrátt.
Sölum fækkar úr 126 í 57 á milli ára í apríl. Í maí fækkar sölum úr 103 í 58 á milli ára. Þessar tölur eru miðað við fjölda kaupsamninga um sölur í fjölbýli og sérbýli, óháð byggingarstigi og tekur til allra byggðalaganna á Suðurnesjum.
Litlar líkur eru á því að það lifni yfir markaðnuum á næstuni því Íbúðalánasjóður hefur hækkað vexti sína upp fyrir bankavextina og lækkað hámarkslán. Þá segir á visir.is í dag að samkvæmt heimildum séu bankarnir að draga stórlega úr framkvæmdalánum vegna bygginga, sem nú þegar er byrjað á, og séu auk þess nánast hættir að heita fjármagni til fyrirhugaðra framkvæmda. Samkvæmt heimildum VF hefur ótilgreindur fjöldi nýrra lóðahafa í Reykjanesbæ hætt við byggingaáform sín af þeim sökum.
Þá mun húsnæðisverð almennt vera byrjað að lækka vegna verðbólgu en á höfuðborgarsvæðinu nemur lækkunin rösklega 1,5% að raunvirði.
Mikill fjöldi nýrra bygginga mun koma inn á markaðinn á næstu mánuðum, sérstaklega í Reykjanesbæ þar sem búið er að úthluta miklum fjölda lóða. Þá mun væntanlega losna um nokkurn fjölda eldra húsnæðis þegar Nesvellir komast í gagnið, sem eflaust mun hafa einhver áhrif á almennan fasteignamarkað, þar sem aukið framboð hefur yfirleitt áhrif á verð.