Mikill öldugangur í Grindavík

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu fóru veðurskil yfir Vesturlandið um hádegisbil og lægði aðeins í kjölfarið. Síðan hefur bætt aftur í vindinn og núna er ástandið verst í Grindavík og nágrenni. Samkvæmt veðurspá tekur vind að lægja í kvöld og í nótt.
Mynd: Öldurótið í Grindavík getur orðið býsna tilkomumikið eins og þessi mynd sýnir en hún var tekin í norðvestanáttinni á dögunum. VF-mynd: elg