Mikill munur á vatnsgjaldinu
Um 20 þúsund króna munur er á vatnsgjaldi í Reykjavík og í Keflavík. Vatnsgjald af 100 fm íbúð í Reykjavík nemur um 25 þúsund krónum á ári á sama tíma og það er rúmar 47 þúsund krónur af 116 fm íbúð í Keflavík.
Orkuveita Reykjavíkur reiknar verðið út frá fermetrastærð en HS veitur notast við fasteignarvirði.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að eftir gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um áramótin er verðmunur á heitu og köldu vatni hjá OR nánast þrefaldur, alls hafa vatns- og fráveitugjöld hækkað um 10,69% frá síðasta vori og heita vatnið hefur hækkað um 5,3% frá áramótum.