Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mikill meirihluti vill kísilmálmverksmiðju
Mánudagur 30. júlí 2007 kl. 10:17

Mikill meirihluti vill kísilmálmverksmiðju

Nokkuð almenn samstaða virðist vera hjá lesendum vf.is að fá kísilmálmverksmiðju í Helguvík en spurning þess efnis hefur verið hér á vf.is síðustu daga.

Alls voru 65% þátttakenda sem svöruðu því játandi að þeir vildu verksmiðjuna en 35% svöruðu því neitandi og voru því verksmiðjunni andvígir. Alls tóku 696 manns þátt í könnuninni.

Að þessu sinni spyrjum við hvert þú lesandi góður ætlar að fara yfir Verzlunarmannahelgina.

 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024