Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikill meirihluti Sandgerðinga gegn sameiningu
Laugardagur 8. október 2005 kl. 23:51

Mikill meirihluti Sandgerðinga gegn sameiningu

Kjósendur í Sandgerði höfnuðu sameiningu við Garð og Reykjanesbæ með afgerandi hætti í kosningunum í dag. 634 greiddu atkvæði, eða 63% atkvæðabærra kjósenda og voru einungis 55 kjósendur samþykkir sameiningu, eða 8.7%. Mótfallnir sameiningu voru 577 eða 91% kjósenda. Auðir og ógildir seðlar voru 5 talsins.

Þá er ljóst að ekkert verður úr sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum og Reykjanesi í bili og verður ástandið óbreytt frá því sem áður var.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024