Mikill meirihluti notar bílbelti á Suðurnesjum
Mikill meirihluti ökumanna á Suðurnesjum notar bílbelti samkvæmt könnun lögreglunnar í Keflavík. Áberandi fleiri nota beltin utan þéttbýlis en í þéttbýli.Lögreglan hefur gert úrtak fyrstu fjóra mánuði ársins þar sem fram kemur að allt að 96% ökumanna nota bílbelti utan þéttbýlis á meðan hlutfallið hefur verið 72% til 84% í þéttbýli. Samkvæmt könnun þessa árs fer þeim alltaf fjölgandi sem nota beltin innanbæjar. Þeir voru 72% í janúar en eru 84% í apríl.
Flestir notuðu bílbelti utan þéttbýlis í febrúar eða 96% en voru 92% í apríl.
Flestir notuðu bílbelti utan þéttbýlis í febrúar eða 96% en voru 92% í apríl.