Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 29. janúar 2002 kl. 22:10

Mikill fjöldi í viðbragðsstöðu vegna þotu-vandræða

Í síðustu viku voru tvö útköll sem kallast „viðbúnaðarástand á Keflavíkurflugvelli”. Þegar „viðbúnaðarástandi á Keflavíkurflugvelli” er lýst yfir og fleiri en 50 manns er í hættu eru allar björgunarsveitir á svæði sem skilgreind eru „1“ og „2“ boðaðar út. Þetta eru samtals 13 björgunarsveitir með 33 björgunarsveitabíla.Á 1.útkalli hjá þessum björgunarsveitum eru á milli 550-600 björgunarsveitamenn. Frá lögreglu, tollgæslu, slökkviliði og heilbrigðisgeiranum má áætla að hátt í 300 manns komi að útkalli hjá þeim. Af þessum tölum má sjá að „viðbúnaðarástand á Keflavíkurflugvelli” snertir marga.
Líkur má samt leiða að því að þessi fjöldi væri varla nægur ef alvarlegt flugslys yrði þar sem 300-350 manna flugvél myndi farast. Björgunarsveitir á suðvesturhorninu eru hins vegar ekki óvanar því að fá 1-2 „viðbúnaðar”útköll á ári. Frekar sjaldgæft er að tvö þannig útköll komi í sömu vikunni, segir á heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024