Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikill erill lögreglu í nótt
Sunnudagur 25. maí 2003 kl. 10:12

Mikill erill lögreglu í nótt

Nóg var að gera hjá Lögreglunni í Keflavík í nótt á Evróvisionkvöldi. Fimm ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur og tveir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur. Mikið var um að lögreglan væri kölluð í heimahús vegna hávaða langt fram eftir nóttu. Töluvert var um pústra og slagsmál á veitingastöðum og þurftu þrír einstaklingar að fara á slysavarðsstofu vegna áverka. Einn þeirra hafði fengið flösku í andlitið og var nokkuð slasaður. Að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni í Keflavík var nóttin hefðbundin Evróvision nótt þar sem lögreglan hefur ávallt nóg að gera.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024