Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

Mikill erill  hjá lögreglu og björgunarsveitum
Reykjanesbrautin er lokuð vegna ófærðar. Skyggni er ekkert. Mynd frá vegfaranda.
Þriðjudagur 10. mars 2015 kl. 15:26

Mikill erill hjá lögreglu og björgunarsveitum

Mikill erill er núna hjá lögreglunni á Suðurnesjum og allir tiltækir lögreglumenn á vakt í veðrinu sem nú gengur yfir. Þá nýtur lögreglan aðstoðar björgunarsveita m.a. við lokunaraðgerðir.

Búið er að loka Reykjanesbrautinni vegna ófærðar. Þar er ekkert skyggni og glórulaust að vera á ferðinni.

Bílar hafa einnig verið að fara útaf vegum, m.a. á Miðnesheiðinni og Garðvegi.

Meðfylgjandi mynd var tekin nú áðan á Reykjanesbraut og þar sést vel hversu slæmt skyggnið er. Það sést ekkert fram á veginn.

Dubliner
Dubliner