Mikill erill hjá lögreglu og björgunarsveitum
Mikill erill er núna hjá lögreglunni á Suðurnesjum og allir tiltækir lögreglumenn á vakt í veðrinu sem nú gengur yfir. Þá nýtur lögreglan aðstoðar björgunarsveita m.a. við lokunaraðgerðir.
Búið er að loka Reykjanesbrautinni vegna ófærðar. Þar er ekkert skyggni og glórulaust að vera á ferðinni.
Bílar hafa einnig verið að fara útaf vegum, m.a. á Miðnesheiðinni og Garðvegi.
Meðfylgjandi mynd var tekin nú áðan á Reykjanesbraut og þar sést vel hversu slæmt skyggnið er. Það sést ekkert fram á veginn.