Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mikill eldur þegar slökkvilið kom á vettvang
Fimmtudagur 26. mars 2009 kl. 08:15

Mikill eldur þegar slökkvilið kom á vettvang


Slökkviliðsmenn voru fram á nótt við slökkivstarf í bátasmiðjunni Sólplasti við Strandgötu í Sandgerði þar sem mikill eldur kom upp í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu á Gáskabátnum Oddi á Nesi SI, sem var til viðgerðar hjá bátasmiðjunni. Sá endi hússins sem eldurinn logaði í er illa leikinn. Slökkviliði tókst að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins í önnur rými hússins.

 
Allt tiltækt slökkvilið frá Slökkviliði Sandgerðis var kallað út rétt fyrir kl. 23 í kvöld.  Miklar eldtungur stigu upp af húsinu þegar að var komið.
 
Óskað var eftir aðstoð frá Brunavörnum Suðurnesja sem sendu bæði körfubíl og dælubíl á vettvang.
 
Báturinn var inni í bátasmiðjunni þegar eldurinn kom upp og var hann dreginn út til að auðvelda slökkvistarfið. Það gekk vel og var allur eldur slökktur fyrir miðnætti.
 
Lögreglan var við öllu búin í Sandgerði í gærkvöld. Þar var fjölmennt lögreglulið og báru lögreglumenn m.a. gasgrímur, enda getur reykur frá brennandi plastefnum verið eitraður.
 
Lögreglan rannsakar nú eldsupptök.  Verið að vinna við bátinn fyrr um daginn, m.a. við logsuðu, og er talið líklegt að eldurinn hafi komið upp í bátnum.



Myndir/elg - Myndir frá vettvangi í gærkvöld.







Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024