Mikill eldur í vesturhluta íþróttavallarhússins
Slökkviliðsmenn eru nú að berjast við mikinn eld í vesturhluta íþróttavallarhússins í Keflavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu og samkvæmt heimildum vf.is á vettvangi virðist vera mikill eldur í húsinu.Varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja sagði að átta slökkviliðsmenn hefðu verið sendir á staðinn en hann hafði ekki upplýsingar um hversu eldurinn væri mikill.