Mikill eldur í húsnæði við Bolafót í Njarðvík
Tilkynnt var um eld í iðnaðarhúsnæði við Bolafót í Njarðvík á öðrum tímanum í nótt. Í húsinu voru meðal annars geymdir tjaldvagnar og fellihýsi. Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út og einnig barst aðstoð frá Keflavíkurflugvelli. Þegar þetta er skrifað um kl. 03 stendur slökkvistarf ennþá yfir og talsverður reykur liggur yfir byggðinni í Njarðvík. Slökkviliðin hafa hins vegar náð yfirhöndinni í baráttunni við eldinn. Það er ljóst að eignatjón er mikið.