Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikill eldur í fjölbýlishúsi við Hringbraut
Mánudagur 6. nóvember 2006 kl. 21:31

Mikill eldur í fjölbýlishúsi við Hringbraut

Allt tiltækt lið Slökkviliðis Brunavarna Suðurnesja var kallað út þegar kviknaði í fjölbýlishúsi í Keflavík rétt fyrir klukkan níu í kvöld.

Eldsins varð vart í íbúð á annarri hæð og tókst að bjarga öllum út úr íbúðinni.

Mikill eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á staðinn og stóðu eldtungur út úr húsinu.

Slökkvistarf tók um hálfa klukkustund. Rannsóknardeild Lögreglunnar í Keflavík fer með rannsókn á brunavettvangi.

 

 

 

Myndir: Frá brunavettvangi í kvöld. VF-myndir: Páll Ketilsson

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024