Mikill auður í Suðurnesjastúlkum!
Um 40 stúlkur á aldrinum 6-15 ára komu með foreldrum sínum eða venslafólki á vinnustað hjá Reykjanesbæ í dag.Stúlkunum var boðið til hádegisverðar á Markaðs- og atvinnumálaskrifstofunni og í framhaldi af því settust þær inn á námskeið og unnu áætlun að því að stofna sitt eigið fyrirtæki. Helga Sigrún Harðardóttir á MOA og Rannveig Einarsdóttir á Fjölskyldu- og félagsþjónustunni sáu um námskeiðið, sem heppnaðist vel og stúlkurnar, sem greinilega eru frumkvöðlar framtíðarinnar, gerðu viðskiptaáætlanir um byggingu tónleikahallar, grasalækningafyrirtækis, nuddstofu, sjónvarpsstöðvar og einkaskóla auk þekktari hugmynda. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri, afhenti stúlkunum viðurkenningar að námskeiðinu loknu og Markaðs- og atvinnumálaskrifstofan leysti þær út með páskaeggjum. Helga Sigrún og Rannveig voru ánægðar með stúlkurnar sem unnu hörðum höndum á námskeiðinu og sögðu þær greinilegt að töggur væru í ungu kynslóðinni í Reykjanesbæ.
Myndirnar voru teknar hjá Húsasmiðjunni í Keflavík og á skrifstofum Reykjanesbæjar.
Myndirnar voru teknar hjá Húsasmiðjunni í Keflavík og á skrifstofum Reykjanesbæjar.