Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 4. janúar 2004 kl. 21:43

Mikill áhugi heimamanna á námskeiði Atvinnuráðgjafar SSS

Á haustönn hafa tæplega 50 einstaklingar af Suðurnesjum sótt námskeiðin Frá hugmynd til framkvæmdar.  Námskeiðin eru haldin af Atvinnuráðgjöf sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í samvinnu við Sparisjóðinn Í Keflavík, Turn key consulting og PriceWaterhouse Coopers.  Af þáttöku að dæma má draga þá ályktun að full þörf sé á slíkum námskeiðum á svæðinu.  Þá býr mikill áhugi og kraftur í þeim einstaklingum sem sótt hafa námskeiðið, segir á vef SSS, www.sss.is 
Boðið verður upp á sambærileg námskeið á vorönn 2004, stefnt er að því að halda eitt slíkt námskeið í hverju sveitarfélagi.  Nánari upplýsingar um námskeið á vorönn birtast á heimasíðu Atvinnuráðgjafar SSS, en einnig verður auglýst í svæðismiðlum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024