Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikill áhugi fyrir skoðunarferðum á Völlinn
Mánudagur 9. október 2006 kl. 10:31

Mikill áhugi fyrir skoðunarferðum á Völlinn

Sú nýbreytni í þjónustu SBK að bjóða upp á skoðunarferðir í yfirgefna herstöðina á Keflavíkurflugvelli, mæltist mjög vel fyrir en farnar voru þrjár ferðir á laugardag sem voru vel sóttar. Auk þess voru pantaðar tvær hópferðir.


Að sögn Ólafs Guðbergssonar hjá SBK gefa þessi viðbrögð tilefni til að haldið verði áfram að bjóða upp á þessar ferðir á næstunni. Er ráðgert að fara næstkomandi laugardag klukkan 13 frá höfuðstöðvum SBK í Grófinni.


Ólafur segir að ekki verði farið frá BSÍ í það sinnið, enda sé upplagt fyrir höfuðborgarbúa að setja þessa ferð inn í Suðurnesjarúntinn.  

Leiðsögumaður í ferðunum er Sveinbjörn Sveinbjörnsson, öðru nafni Bubbi kóngur, en hann starfaði á Vellinum í yfir þrjá áratugi og er öllum hnútum kunnugur þar.

Mynd: Ólafur Guðbergsson brosandi í baksýnisspeglinum. Myndin er tekin á föstudaginn í fyrstu skoðunarferð SBK á Völlinn.

 

VF-mynd: Ellert Grétarsson 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024