Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikill áhugi fyrir lóðum í Nikel-hverfi
Þriðjudagur 1. ágúst 2006 kl. 10:48

Mikill áhugi fyrir lóðum í Nikel-hverfi

Mikill áhugi virðist vera fyrir lóðum í fyrirhuguðu Nikel-hverfi en um 4000 manns komu inn á uppboðsvef Miðlands ehf fyrstu þrjá dagana eftir að hann var opnaður.
Vefurinn á sér ekki hliðstæðu hér á landi, á honum geta skráðir notendur skoðað lóðir og gert tilboð í þær.

Fæstir þeir sem sýna lóðunum áhuga vilja nota vefinn til þess að festa kaup á þeim. „Það að bjóða í lóðir á vefnum er algjörlega nýtt fyrir fólki.  Þarna er um að ræða stór viðskipti þar sem talsverðar fjárhæðir eru í spilinu og slík viðskipti vill fólk eiga upp á gamla, góða mátann, þ.e. með persónulegum samskiptum. Þess vegna er mikið um það að fólk hafi bara samband við okkur beint“, sagði Elías Georgsson, annar eiganda Miðlands ehf, í samtali við Víkurfréttir.

Elías segir að engu að síður sé mikil umferð á vefnum, fólk komi þangað til að skoða deiliskipulagið, sjá hvaða lóðir eru í boði og hafa yfir 100 manns skráð sig á vefinn í því skyni. Allir geta skoðað deiliskipulagið á vefnum en til þess að skoða og sækja um lóðir þarf fólk að skrá sig sem notendur.
„Við ákváðum að hafa það fyrirkomulag til að sía út þá sem eru í alvöru að spá í lóðir á svæðinu. Með því getum við líka haldið betur utan um málin og verið betur í tengslum við þá sem hafa áhuga“, sagði Elías.

 

Mynd: Deiliskipulag Nikel-svæðisins er hægt að skoða á vefsvæði Miðlands, www.midland.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024