Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mikill áhugi á úthlutun í Dalshverfi III
Laugardagur 12. febrúar 2022 kl. 07:35

Mikill áhugi á úthlutun í Dalshverfi III

Fjölskylduvænt hverfi og lágreist byggð. Flestar íbúðir í fjölbýli

„Markmið með skipulagi hverfisins voru að skapa fjölskylduvænt hverfi, með öruggum gönguleiðum, góðum tengslum við náttúru með grunnskólann og leikskóla í göngufæri. Íbúðastærðum er stillt í hóf og byggðin er lágreist en þétt sem býður upp á gott skjól og sólríka garða,“ segir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, en mikil áhugi er á þriðja áfanga Dalshverfis.

Opnað var fyrir lóðaumsóknir í lok janúar og viðbrögð létu ekki á sér standa en mikil ásókn var í einbýli, par- og raðhúsin, töluverður áhugi er einnig fyrir fjölbýlishúsalóðunum. Þann 11. febrúar lýkur umsóknarferlinu og þann 18. febrúar fer úthlutun fram á fundi umhverfis- og skipulagsráð Mánudaginn 31.janúar var haldinn kynningarfundur vegna úthlutunarreglna á Dalshverfi III sem er austast í Reykjanesbæ og í beinu framhaldi af Dalshverfi II. Framkvæmdir við gatnagerð hófust í byrjun sumars 2021 og mun ljúka á fyrsta ársfjórðungi 2022.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðlaugur segir að þar sem hverfið er í jaðri byggðar séu góð tækifæri til útivistar í óspilltri náttúru. „Grunnskóli Dalshverfis, Stapaskóli, er framsækinn bygging en þar verður grunn- og leikskóli, tónlistarskóli, sundlaug og bókasafn ásamt félagsmiðstöð allt undir einu þaki. Í þessum lokaáfanga í uppbyggingu Dalshverfis verður annar leikskóli að auki. Það ætti því að vera vel búið að ungu fólki með börn í ungum bæ.“ Í fyrstu verður einungis úthlutað lóðum í nyrðri hluta hverfisins en úthlutun syðri hluta verður svo í framhaldinu. Í fyrsta áfanga eru fjögur einbýlishús, átta parhúsaíbúðir, tólf raðhúsaíbúðir og 146 íbúðir í fjölbýli alls um 170 íbúðir. Mikill áhugi er á lóðunum enda er þetta fyrsta íbúðahverfi sem fer í úthlutun síðan Dalshverfi II fór í úthlutun 2008. Það hverfi er nú nánast fullt og því kominn mikil þörf á byggingarlandi.