Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikill áhugi á störfum og námsvist við Íþróttaakademíuna
Þriðjudagur 14. júní 2005 kl. 18:08

Mikill áhugi á störfum og námsvist við Íþróttaakademíuna

Mikill áhugi er á lausum störfum sem auglýst voru við Íþróttakademíuna í Reykjanesbæ en alls sóttu 55 manns um stöðu húsvarðar og ritara. Ekki var gert ráð fyrir þessum mikla áhuga og því mun taka nokkurn tíma að vinna úr umsóknum áður en hægt verður að taka ákvörðun um ráðningu. Áhugi á námi við akademíuna hefur jafnframt farið fram úr björtustu vonum en alls hafa borist 80 umsóknir um 35 skólapláss.

Geir Sveinsson, framkvæmdastjóri Íþróttaakademíunnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að aðsóknin í störf sem og nám hafi komið skemmtilega á óvart. „Þetta er ekki versta vandamál sem hægt er að eiga við því mikil ásókn eykur líkurnar á því að fá hæfasta fólkið."

Umsóknirnar um skólavist eru á lokaafgreiðslustigi og verður námsskrá næsta skólaárs kynnt í næstu viku þannig að allt er enn á áætlun auk þess sem búið er að manna skólann af kennurum næstu tvö árin.

Þá má geta þess að umsóknarfrestur um nám á afreksbraut í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja rennur út á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024