Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 6. maí 2004 kl. 15:31

Mikill áhugi á samgöngumiðstöð ofan Reykjanesbæjar

Mikill áhugi er á meðal forsvarsmanna bílaleiga varðandi þjónustusvæði fyrir bílaleigur sem hugmyndir eru um að reisa ofan Reykjanesbæjar. Víkurfréttir hafa leitað viðbragða hjá bílaleigum í dag og hafa forsvarsmenn þeirra lýst áhuga á verkefninu. Ingi Arason fjármálastjóri Avis bílaleigunnar sagði í samtali við Víkurfréttir að honum þætti hugmyndin spennandi. „Það er vel þess virði að skoða þessa hugmynd. Konseptið er skemmtilegt og þetta er mjög spennandi valkostur.“

Steinþór Jónsson formaður Umhverfis- og skipulagsnefndar Reykjanesbæjar lét hafa eftir sér í frétt sem birtis í Víkurfréttum í dag að hann fagnaði áhuga bílaleiga á verkefninu. Sagði Steinþór að undirbúningsvinna fyrir verkefnið yrði að vera góð og að jákvæð viðbrögð bílaleiga myndu kalla á markvissa vinnu bæjaryfirvalda hvað varðar lögformlega afgreiðslu í gegnum bæjarkerfið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024