Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mikill áhugi á Nesvöllum
Þriðjudagur 12. september 2006 kl. 16:33

Mikill áhugi á Nesvöllum

Áhugi fyrir búsetu á Nesvöllum er greinilega mikill á meðal eldri borgara en um 200 manns voru mættir til kynningarfundar á verkefninu, sem haldin var fyrir helgi.

Framkvæmdir hófust fyrir nokkru við Nesvelli rísa mun íbíðahverfi og þjónustumiðstöð fyrir fólk á besta aldri og er gert ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar í júlí 2007.
Í fyrsta áfanga framkvæmda á Nesvöllum verða reist 19 raðhús, 59 öryggisíbúðir, og 2200 m2 þjónustu- og félagsmiðstöð. Síðar er fyrirhugað að reisa sérhannaðar íbúðir í fjölbýlishúsum og hjúkrunaríbúðir, auk þess að reisa fleiri raðhús og öryggisíbúðir

Nesvellir er líklega fyrsta íbúðasvæði sinnar tegundar á Íslandi. Þar verður mögulegt að eiga heimili í sérhönnuðum hágæða íbúðum, í öruggu og notalegu umhverfi, þar sem veitt verður aðgengi að grunnþjónustu og félagsstarfi fyrir íbúa. Svæðið sem er 66.000 m,  liggur á milli Vallarbrautar í vestri og Njarðarbrautar í austri, og nær jafnramt frá félagsheimilinu Stapa í suðri að versluninni Samkaupum í norðri.

 

Mynd Frá kynningarfundinum í Kirkjulundi / rnb.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024