Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikill aflasamdráttur í október
Miðvikudagur 21. nóvember 2007 kl. 16:48

Mikill aflasamdráttur í október

Aflaskerðingar ríkisvaldsins og slæmt tíðarfar sagði rækilega til sín í októbermánuði. Í Grindavík varð t.a.m. um 70% samdráttur í þorskafla í október miðað við sama mánuð árið áður, eða frá að vera 923 tonn þá niður í 285 tonn nú.

Í Sandgerði dróst  þorskafli saman úr 415 tonnum niður í 177 tonn á sama tíma.
Heildarafli í Suðurnesjahöfnum nam rúmum 4490 tonnum í október 2006. Í ár var hann hins vegar ekki nema 2771 tonn. Heildaraflinn í Grindavík í október fer úr 3018 tonnum í 1683 tonn, í Sandgerði úr 1317 tonnum í 773 tonn og í Keflavík út 314 tonnum í 156 tonn.

Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

Mynd: Á góðum degi á bryggjunni í Grindavík. VF-mynd: Ellert Grétarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024