Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil vöntun á blóði hjá Blóðbankanum
Glaðbeittur blóðgjafi í blóðbankabílnum í morgun
Þriðjudagur 16. júní 2015 kl. 11:45

Mikil vöntun á blóði hjá Blóðbankanum

Verkfall hjúkrunarfræðinga hefur valdið því að blóðbirgðir Blóðbankans hafa farið niður fyrir það lágmark sem starfsfólk bankans hefur miðað við. Að sögn Huldu Tryggvadóttur, hjúkrunarfræðings hjá Blóðbankanum, hefur starfsfólk sett markmið miðað við að lágmarksbirgðir fari ekki niður fyrir 560 einingar en á síðustu dögum hafa blóðbirgðir farið niður í 500 einingar. Þetta getur skapað hættuástand ef skyndileg þörf verður fyrir mikið blóð. Verkfall hjúkrunarfræðinga, sem staðið hefur yfir í á aðra viku, hefur spilað stórt hlutverk í vöntun á blóði en blóðbankabíllinn hefur ekkert verið á ferðinni í rúmar 2 vikur vegna verkfallsins. Þá hefur þurft að stytta opnunartíma hjá Blóðbankanum sjálfum vegna verkfallsins. Alls vinna 14 hjúkrunarfræðingar hjá Blóðbankanum en í verkfallinum hafa aðeins 4 verið að vinna.

Hulda hvatti sem flesta til að mæta í Blóðbankabílinn, sem staðsettur er eins og alltaf við húsnæði Kentucky Fried Chicken. Þá vildi hún einnig þakka Suðurnesjamönnum fyrir dugnað við blóðgjöf og sagði að Reykjanesbær, Selfoss og Húsavík væru bestu blóðgjafastaðir utan höfuðborgarsvæðisins.

Hulda sagði að brýn þörf væri á því að vinna vel næstu daga til að vinna upp það sem tapast hefur vegna verkfallsins. Blóðbankabíllinn verður i Keflavík í dag, þriðjudag, en er einungis opinn til klukkan 14:00 vegna 17. júní sem er á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024