Mikil verðmæti hurfu úr fatahengi
Þrjár ungar konur urðu fyrir fjárhagslegu og tilfinningalegu tjóni, þegar miklum verðmætum var stolið frá þeim á Skothúsinu sl. laugardagskvöld. Meðal þess sem tekið var, voru tvenn veski og í þeim voru tveir gemsar, snyrtivörur, peningar, greiðslukort, bíl- og húslyklar, svo eitthvað sé nefnt. Yfirhafnir þeirra voru einnig fjarlægðar úr fatahenginu, einn svartur, stuttur leðurjakki og annar eins hvítur og stuttur, renndur gallajakki.Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 421-5500.