Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil uppbygging í Garðinum
Þriðjudagur 13. maí 2003 kl. 09:05

Mikil uppbygging í Garðinum

Miklar byggingaframkvæmdir eru í Garðinum en þar er samtals verið að byggja um 60 íbúðir sem tilbúnar verða á næstu mánuðum. Verið er að reisa 10 íbúðir fyrir aldraða sem verða tilbúnar í nóvember á þessu ári. Aðrar 10 íbúðir er verið að reisa á vegum Búmanna og verða fyrstu fjórar íbúðirnar afhentar í júlí og 6 í febrúar á næsta ári. Á vegum verktaka og einstaklinga eru um 40 íbúðir í byggingu í Garðinum. Nokkur fólksfjölgun var í Garðinum í fyrra en þá fjölgaði íbúum um 2,4%. Sigurður Jónsson sveitarstjóri er bjartsýnn á þróunina og segist búast við svipaðri fjölgun á þessu ári. „Við erum mjög ánægð með þessa þróun og fögnum hverjum þeim sem vill byggja hér í Gerðahreppi,“ sagði Sigurður í samtali við Víkurfréttir.


VF-ljósmynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024