Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 3. maí 2000 kl. 17:59

Mikil umsvif hjá MOA

Undanfarin þrjú ár hefur Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar tekið þátt í Leonardo verkefninu, sem er á vegum Evrópusambandsins, í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og danska og portúgalska aðila. Verkefnið miðar að því að efla svæðisbundna starfsmenntun og hefur gengið vel en nú er unnið að undirbúningi ráðstefnu sem haldin verður í Eldborg í byrjun júní.Á ráðstefnuna koma danskir og portúgalskir gestir auk fjölda íslenskra manna og kvenna. Fulltrúum atvinnuþróunarfélaganna verður sérstaklega boðið til ráðstefnunnar, auk svæðisvinnumiðlana, skólameistara, forstöðumanna símenntunarmiðstöðva, fulltrúa frá Byggðastofnun og Vinnumálastofnun. Þegar niðurstöður verkefnisins liggja fyrir er stefnt að því að MOA geti selt ráðgjöf til annarra svæða um eflingu starfsmenntunar en í sumar verður unnið að útgáfu handbókar um svæðisbundna eflingu starfsmenntunar og atvinnulífs. Starfsmenn MOA eru um þessar mundir að undirbúa könnun meðal atvinnurekenda sem unnin verður í sumar. Einn hluti Leonardo verkefnisins er að gera þarfagreiningu í atvinnulífinu sem einnig verðu unnin í sumar. Slík greining er nauðsynleg þegar stefnumótunarvinna er unnin í endurmenntunar- og símenntunarmálum og að uppbyggingu svæðisins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024