Mikil umferð um vf.is á frídegi – „Njósnað“ um lesendur vf.is!
Það er ljóst að lesendur www.vf.is slá ekki slöku við nú fyrir páskana. Bæði skírdag og föstudaginn langa hefur verið umferð um vefsíðuna eins og við þekkjum á góðum virkum dögum. Í gær, föstudaginn langa, komu 1655 gestir og innlitin þeirra voru 2229. Samtals flettu þeir 10.084 fréttum eða myndum. Gestirnir komu líka víða að því auk Íslands voru Bandaríkin, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Bretland, Kanada, Holland, Þýskaland, Dóminíska lýðveldið, Kostaríka og Finnland á lista yfir þau þjóðlönd sem tengdust www.vf.is. Einnig var að finna endingar eins og .com, .org, .edu, .net. og .mil, þar sem ekki er hægt að segja til um þjóðlönd. Þá vakti athygli okkar í gær að nærri 200 innlit komu frá tímabelti sem er 7 klukkustundum á eftir íslenskum tíma, en það er vesturströnd Bandaríkjanna. Greinilega margir þar áhugasamir um vefinn okkar.Á meðan fólk er að heimsækja okkur á www.vf.is erum við að “njósna” um þá sem skoða vefinn. Þannig eru 75% þeirra sem heimsóttu www.vf.is í gær með Internet Explorer 6.0 og 15% með Internet Explorer 5.0. Netscape-notendur eru samtals um 2,7%.
Um 72% þeirra sem heimsóttu okkur eru með Windows 2000 stýrikerfið, 21,3% eru með Windows 98 en eingöngu 1,3% nota Mac OS. Aðrir eru með minna.
Skjáupplausn
1024x768 - 63,00%
800x600 - 18,50%
1280x960 - 8,60%
1152x856 - 7,71%
1400x1050 - 1,25%
1600x1200 - 0,52%
640x480 - 0,26%
960x720 - 0,10%
Litadýpt
32bita - 65,66%
16bita - 27,39%
24bita - 5,59%
8bita - 1,21%
Ýmsar aðrar upplýsingar um tölvubúnað og hugbúnað mætti draga hér fram en til allrar hamingju höfum við ekki upplýsingar um það sem er að gerast hinum megin við tölvuskjáinn hjá fólki!!! :)
Um 72% þeirra sem heimsóttu okkur eru með Windows 2000 stýrikerfið, 21,3% eru með Windows 98 en eingöngu 1,3% nota Mac OS. Aðrir eru með minna.
Skjáupplausn
1024x768 - 63,00%
800x600 - 18,50%
1280x960 - 8,60%
1152x856 - 7,71%
1400x1050 - 1,25%
1600x1200 - 0,52%
640x480 - 0,26%
960x720 - 0,10%
Litadýpt
32bita - 65,66%
16bita - 27,39%
24bita - 5,59%
8bita - 1,21%
Ýmsar aðrar upplýsingar um tölvubúnað og hugbúnað mætti draga hér fram en til allrar hamingju höfum við ekki upplýsingar um það sem er að gerast hinum megin við tölvuskjáinn hjá fólki!!! :)