Mikil sjóveiki meðal breskra hvalaskoðara!
Í dag verður farið með 700 Breta í hvalaskoðunarferðir frá Keflavík. Farið er á tveimur skipum, Hafsúlunni og öðru til. Skipin taka 160 farþegar hvort, þannig að fara verður nokkrar ferðir á hvalaslóðir í Garðsjó. Fyrsta ferðin var kl. 9:30 í morgunGuðmundur Gestsson á Hafsúlunni sagði í samtali við Víkurfréttir í að þetta væri stærsti hvalaskoðunardagurinn frá upphafi hvalaskoðunarferða frá Keflavík. Hvalaskoðun er enn vaxandi atvinnugrein á Suðurnesjum og sagðist Guðmundur eiga von á fleiri svona stórum hópum í sumar.
Það er ensk ferðaskrifstofa sem skipuleggur dagsferðir út fyrir Bretland sem stendur að komu 1000 Breta til landsins á morgun. Um 700 þeirra fara í hvalaskoðunarferð en einngi verður farinn gullni hringurinn, þ.e. á Gullfoss og Geysi. Snætt verður í Festi í Grindavík og boðið upp á heimsókn í Bláa lónið.
Mikillar sjóveiki gætti á meðal fyrsta hópsins sem fór með Hafsúlu í morgun.
Litla myndin er tekin í ferðinni af fólki á „útkíkki“ en hin á bryggjunni í Keflavík sem sýnir umstangið í kringum ferðirnar.
VF-myndir: Hilmar Bragi
Það er ensk ferðaskrifstofa sem skipuleggur dagsferðir út fyrir Bretland sem stendur að komu 1000 Breta til landsins á morgun. Um 700 þeirra fara í hvalaskoðunarferð en einngi verður farinn gullni hringurinn, þ.e. á Gullfoss og Geysi. Snætt verður í Festi í Grindavík og boðið upp á heimsókn í Bláa lónið.
Mikillar sjóveiki gætti á meðal fyrsta hópsins sem fór með Hafsúlu í morgun.
Litla myndin er tekin í ferðinni af fólki á „útkíkki“ en hin á bryggjunni í Keflavík sem sýnir umstangið í kringum ferðirnar.
VF-myndir: Hilmar Bragi