Mikil og hröð uppbygging í Garði: Sótt um 26 íbúðalóðir
Umsóknir um 26 íbúðalóðir frá þremur byggingafyrirtækjum voru til afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar Sveitarfélagsins Garðs á síðasta fundi. Íbúum í Garði fjölgar jafnt og þétt og umsóknirnar í samræmi við þá fjölgun.
Á vef Sveitarfélagsins Garðs kemur fram að nefndin ákvað að óska eftir ákveðnum upplýsingum og gögnum áður en afstaða verður tekin til umsóknanna. Gert er ráð fyrir afgreiðslu á umsóknunum á næsta fundi.
Á vef Sveitarfélagsins Garðs kemur fram að nefndin ákvað að óska eftir ákveðnum upplýsingum og gögnum áður en afstaða verður tekin til umsóknanna. Gert er ráð fyrir afgreiðslu á umsóknunum á næsta fundi.