Mikil ófærð á Ásbrú
Mikil ófærð hefur verið á Ásbrú í Reykjanesbæ frá því fyrir hádegi. Háaleitisskóli sendi út tilkynningu til foreldra um að foreldrar myndu sækja börn sín í skólann og láta þau ekki labba heim í veðrinu sem skall á í morgun. Strætó var einnig hættur að ganga og sat reyndar pikkfastur skammt frá skólanum.
Fjölmargir foreldrar festust hins vegar á leiðinni til og frá skóla og skapaðist nokkuð vandamál vegna þess. Þá áttu snjómoksturstæki í vandræðum með að athafna sig vegna fastra bíla.
Skömmu síðar sendi skólinn aðra tilkynningu þar sem tilkynnt var að börnin yrðu áfram í skólanum í góðu yfirlæti þar til foreldrar kæmust að sækja þau.
Eftir að snjórinn blotnaði upp úr hádeginu hætti að skafa í skafla varð auðveldara að sjá hvert átti að halda og hafa foreldrar þá náð að komast í skólann og sækja börnin.