Mikil mávaveisla í gangi
Gríðarleg mávager hafa sést á sveimi steinsnar frá landi síðustu daga hér í Reykjanesbæ. Er ljóst að mikil veisla er í gangi hjá fuglunum en líklega eru það sandsílatorfur sem þeir eru á eftir. En mávarnir sitja ekki einir að veislunni því sést hefur til hvala sem líka eru að elta þetta æti.
Þegar hvalirnir koma upp í miðju mávagerinu líkist það einna helst mýflugnasveim þegar það tekst á loft. Stundum ber svo við að einn og einn mávur hlýtur þau örlög að enda ævidagana í hvalsmaga.
Á þessari mynd, sem Ellert Grétarsson tók í nótt, má sá mikið mávager bera við þak gömlu sundlaugarinnar við Framnesveg, en fuglinn elti ætið um allan Stakksfjörðin.
Ekki fylgir sögunni hvort íbúum á neðst á Framnesveginum hafi orðið svefns vant vegna mávagargsins, en atgangurinn var mikill eins og sjá má.
VF-mynd: elg