Mikil makrílveiði á Gerðabryggju
Eins og í Keflavíkurhöfn, þá hefur makríll verið að mokveiðast á Gerðabryggju í Garði. Þar raða veiðimenn sér á bryggjuendann og mokveiða makríl.
Í Garðinum hafa veiðimenn jafnvel grillað aflann á staðnum með því að taka með sér einnota grill, salt og pipar.
Nánar verður fjallað um makrílveiðar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
VF-mynd: Hilmar Bragi






 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				