Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil lögregluaðgerð og handtökur í skútu í Sandgerði
Mánudagur 26. júní 2023 kl. 15:55

Mikil lögregluaðgerð og handtökur í skútu í Sandgerði

Mikil lögregluaðgerð var í Sandgerði á laugardagsmorgun þar sem lögreglan á Suðurnesjum og Landhelgisgæslan komu að málum. Hafnarsvæðinu var lokað um tíma og kafarar að störfum við skútu sem hafði verið vísað þar til hafnar.

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir í samtali við visir.is aðgerðina hafa verið töluvert stóra en vill lítið gefa upp um hana að svo stöddu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heimildamenn Víkurfrétta segjast hafa séð kafara Landhelgisgæslunnar að stöfum við skútuna í höfninni í Sandgerði á laugardag en eftirlitsflugvél gæslunnar og þyrlusveit komu einnig að aðgerðinni. Þá naut lögregla einnig aðstoðar tollgæslu og sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Samkvæmt frétt Vísis voru þrír karlmenn handteknir í aðgerðinni, tveir um borð í skútunni og sá þriðji í landi.