Mikil loðna út af Reykjanesi
Búið er að veiða um 600 þúsund tonn á vetrarvertíðinni og þá eftir að veiða 240 þúsund tonn af heildarkvótanum. Víkingur AK var á útleið frá Sandgerði í morgun, eftir að hafa landað 1.450 tonnum þar í gærmorgun og 850 tonnum í gærkveldi.Mokveiði var í gærkveldi og í nótt á loðnumiðunum út af Reykjanesi. Loðnan er að ganga vestur fyrir Reykjanesið og búist við að hún verði komin inn á Faxaflóann á næsta sólarhring. Skipin voru að fylla sig í nokkrum köstum og stoppuðu stutt við á miðunum.