Mikil kaffihátíð í Reykjanesbæ um helgina
Það verður sannkölluð kaffihúsastemning í Reykjanesbæ um helgina þar sem blásið er til sérstakrar kaffihátíðar. Kaffihátíðin er haldin í tengslum við 10 ára afmæli Reykjanesbæjar laugardaginn 11. júní. Fjölmargir aðilar taka þátt í kaffihátíðinni en samtökin Betri Bær hafa haft umsjón með skipulagningu hátíðarinnar.
Föstudagur 11. júní.
10 ára afmælisdagur Reykjanesbæjar.
Frítt í sund í Sundmiðstöðinni allan afmælisdaginn.
Kl. 12:00-17:00. Sölumarkaður Heiðabúa á Tjarnargötutorgi. Fjáröflun vegna Færeyjaferðar skáta.
Hoppukastalar og klifurveggur fyrir börnin í Skrúðgarðinum.
Kl. 14:00-16:00. Afmælistónleikar Léttsveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á Tjarnargötutorgi.
Kl. 16:00. Opnun 25 ára afmælissýningar Byggðasafns í Duus húsum Milli tveggja heima.
Kl. 17:00-18:00 Kaffibrúsakarlarnir í Samkaup í boði Gevalia.
Kl. 11:00-16:00. Spákona spáir í kaffibolla í Magic Tan Betri líðan Hafnargata 54. Uppl. um verð og tímapantanir í s.421-7010.
Laugardagur 12. júní.
Flestar verslanir í Reykjanesbæ eru opnar til kl. 16:00. Fjölmargar þeirra verða með tilboð sem eru tengd við kaffi og kaffimenningu.
Kl. 11:00-16:00 Spákona spáir í kaffibolla í Magic Tan Betri líðan Hafnargata 54. Uppl. um verð og tímapantanir í s.421-7010.
Kl. 13:00-17:00. Sumargallerí í Svarta pakkhúsinu, Hafnargötu 2. Ef veður leyfir verða félagar í Myndlistarfélaginu með kaffitengdar uppákomur í portinu og á Hafnargötunni (málað úr kaffi o.fl.)
Kaffitár Stapabraut 7. Opið hús allan daginn
Húsið opnar klukkan 11:00. Boðið upp á fræðslu um kaffiræktunarlönd og smökkun frá löndunum. Boðið upp á kalda kaffidrykki og ávaxtaköku með kaffiglassúr. Eitthvað spennandi verður einnig í boði fyrir börnin.
Kl. 14:00 verður kaffismökkun með þekktum Suðurnesjamönnum. Þeir setjast saman yfir smökkunarborðinu og spá í nýjar kaffiuppskerur.
Kl.16:00 sýnir Ragnheiður brennslumeistari hvernig kaffi er brennt.
Kl. 21:00 halda Birta Rós Sigurjónsdóttir og félagar tónleika með áherslu á lög frá Suður Ameríku og Brasilíu.
Boðið verður uppá kaffikokteila og skemmtilega kaffidrykki.
Sunnudagur 13. júní.
Kaffihúsamessa í Kirkjulundi kl. 15:00.
Eftirtaldir veitingastaðir verða með sérstaka kaffimatseðla alla helgina:
Soho, Hafnargötu
Létt og ljúft, Kjarna
Ráin, Hafnargötu
Café Duus, Grófin