Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil hálka á Reykjanesbrautinni
Flughál Reykjanesbraut eins og hún blasti við Guðbergi Reynissyni nú áðan.
Mánudagur 6. febrúar 2023 kl. 10:45

Mikil hálka á Reykjanesbrautinni

„Farið varlega á brautinni mikil hálka og lítið verið að salta. Fólk að lenda í miklum vandræðum,“ skrifar Guðbergur Reynisson í færslu á Fésbókinni í hópinn „Stopp hingað og ekki lengra“. Guðbergur er með sendibílaþjónustuna Cargoflutninga og er með marga bíla í förum á milli Reykjavíkur og Suðurnesja alla virka daga.

Staðan á flestum þjóðvegum á Suðurnesjum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og því má taka undir aðvörunarorð Guðbergs um að fara varlega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024