Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil hætta á gosopnun án fyrirvara í Grindavík
Þriðjudagur 19. desember 2023 kl. 18:36

Mikil hætta á gosopnun án fyrirvara í Grindavík

Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga.

Hætta hefur aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti, svæði 1 – 4. Tvö ný svæði hafa bæst við kortið, svæði 5 – 6. Að öllu óbreyttu gildir þetta kort til fimmtudagsins 28. desember.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikil hætta er talin á gosopnun án fyrirvara í Grindavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju hættumati vegna eldsumbrota norðan við Grindavík. Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun HÍ gáfu út nýtt hættumatskort nú á sjöunda tímanum í kvöld. Kvarði fyrir hættu er í fimm þrepum og er Grindavík í næst efsta þrepinu og hætta talin mikil.

Auk gosopnunar án fyrirvara gerir hættumatið fyrir Grindavík ráð fyrir jarðskjálftum, sprungum, hraunflæði, gjósku, hættulegri gasmengun og sprunguhreyfingum.

Í hættumatinu segir að á meðan að áfram gýs við Sundhnúksgíga eru auknar líkur á frekari gosopnunum, á upphaflegu sprungunni sem og lengra til norðurs og suðurs. Aðstæður innan og utan svæðanna geta breyst með litlum fyrirvara.

Samkvæmt sama hættumati er töluverð hætta á gosopnun, hraunflæði, sprungum og gasmengun í Svartsengi, þar sem orkuverið og Bláa lónið eru.

Mjög milil hætta er hins vegar á kvikuganginum sem fór að gjósa í gær á gosopnun án fyrirvara, mikilli gasmengun, hraunflæði og gjósku, svo eitthvað sé nefnt.



Víkurfréttamyndir: Ingibergur Þór Jónasson