Mikil fjölgun nemenda við Grunnskóla Grindavíkur
Frá upphafi skólaársins hafa 48 nýir nemendur verið skráðir í Grunnskóla Grindavíkur. Nú eru nemendur 462 talsins og fjölgar stöðugt.
Fram kemur á heimasíðu skólans að fjölgunin sé sú mesta sem átt hefur sér stað í sögu skólans á einu skólaári sem er þó ekki nema rétt hálfnað. Miðað við jafnaðartölur síðustu ára eru hér um rúmlega fjórföldun að ræða. Fjölgunin samsvarar því að tvær bekkjardeildir hafi bæst í skólann á þessum tíma.
Mynd af vef Grunnskóla Grindavíkur.