Mikil fjölgun nemenda í Tónlistarskóla Grindavíkur
Kennsla í Tónlistarskólanum í Grindavík hófst þann 27. ágúst síðastliðinn. Nemendur í einkanámi í söng og hljóðfæraleik eru 70 talsins og hefur fjölgað um rúmlega fjórðung frá fyrra ári. Tveir nýir kennarar hafa bæst í hópinn.Þau eru Vera Steinsen sem kennir á fiðlu og Sigurjón Alexandersson sem kennir á rafmagnsgítar bassa og sér um ryþmískt samspil. Auk hefðbundinnar einkakennslu er öllum nemendum í 1. og 2. bekk grunnskólans boðið upp á hópkennslu í forskóla. Einnig er starfandi skólakór sem er aldurskiptur og fá eldri meðlimir kennslu í raddþjálfun í litlum hópum. Heildarfjöldi nemenda þegar allt er talið slagar hátt í tvö hundruð.