Mikil fjölgun hegningarlagabrota
Hegningarlagabrotum á Suðurnesjum fjölgaði verulega á milli ára í nóvember, voru 106 nú en 67 í fyrra, sem var nánast sami fjöldi og árið 2006.
Umferðarlagabrotum fækkaði lítillega milli ára. Þau voru 390 nú í nóvember en fimm fleiri í sama mánuði 2007. Af þessum 390 brotum voru 292 skráð með hraðamyndavélum. Fíkniefnibrotum sem komu inn á borð Suðurnesjalögreglu fjölgaði lítillega að úr 15 í 18.
Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir nóvembermánuð. Í skýrslunni kemur fram að innbrot og þjófnaðir hafi aukist í október og nóvember.