Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Mikil fjölgun grunnskólanema í mataráskrift
  • Mikil fjölgun grunnskólanema í mataráskrift
Þriðjudagur 29. apríl 2014 kl. 10:41

Mikil fjölgun grunnskólanema í mataráskrift

Matarverð sem grunnskólabörn í Reykjanesbæ greiða er með þvi lægsta samanborið við önnur sveitarfélög.
 
Hver hádegismatur fyrir grunnskólanema kostar foreldra 297 kr. í áskrift. Um er að ræða holla máltíð með ábót. Raunverð máltíðar er kr.542 en Reykjanesbær niðurgreiðir hverja máltíð um kr.244 eða um rúm 45%. 
 
Á hverju ári hefur orðið mikil fjölgun barna sem nýta sér þessa þjónustu og voru um 79% nemenda í áskrift nú í apríl en var um 75% á sama tíma fyrir tveimur árum. Þá hafði verið mikil aukning í mataráskrift frá fyrri árum.
 
„Öll börn sem eiga fjölskyldur sem eru í tengslum við félagsþjónustu bæjarins fá stuðning við kaup á hádegisverði. Einnig hefur Reykjanesbær lagt styrk til Velferðarsjóðs kirkjunnar sem annast aðstoð við aðra foreldra sem einhverra hluta vegna hafa ekki tök á að kaupa mat á þessu niðurgreidda verði fyrir börn sín,“ segir Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri Reykjanesbæjar í tilkynningu frá Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024