Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil fjölgun farandsölumanna
Mánudagur 10. júlí 2006 kl. 15:12

Mikil fjölgun farandsölumanna

Mikil aukning hefur verið á ábendingum vegna erlendra farandsala sem ganga hús úr húsi í Reykjanesbæ og víðar og bjóða ýmsa muni til sölu, s.s. listmuni og blóm.

Í flestum tilvikum er um að ræða fólk sem er ekki með mikinn lager með sér, heldur örfá eintök af myndum eða öðrum söluvarningi.

Viðmælandi Víkurfrétta í lögreglunni sagði að í grunninn sé ólöglegt að ganga hús úr húsi og selja án leyfis, en þeir líti á þá sem eru ekki stórtækir í þeim efnum á svipaðan hátt og harðfisksala og aðra einyrkja og líti í gegnum fingur sér með það.

Þannig sé málum háttað í langflestum tilfellum, en þó hafi komið upp atvik eins og í vor þegar erlendur maður, sem þóttist vera blómasali, réðist inn á heimili aldraðarar konu og rændi þaðan fjármunum. Hann var tekinn fastur við iðju sína í Hafnarfirði stuttu síðar. Eins barst lögreglu nokkru eftir það tilkynning um annan farandssölumann sem knúði dyra seint að kvöldi og var afar ágengur.

Sé lögreglu tilkynnt um slíkt muni þeir vissulega mæta og hafa afskipti af viðkomandi, og hvetja þeir bæjarbúa til að hafa samband ef svo er.

Myndin er sviðsett

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024