Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mikil fjölgun barnaverndartilkynninga
Þriðjudagur 20. nóvember 2007 kl. 09:52

Mikil fjölgun barnaverndartilkynninga

Mikil aukning varð milli ára á fjölgun tilkynninga til Barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar. Fjöldi tilkynninga var 578 á síðasta ári en 381 árið á undan.

Í árskýrslu Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar segir að þessa aukningu megi einkum skýra með fjölda lögregluskýrslna. Aukningu barnaverndartilkynninga hafi þó ekki haft í för með sér aukningu í fjölda mála sem eru til vinnslu hjá starfsmönnum barnaverndarnefndar. Þær barnaverndartilkynningar sem eru kannaðar formlega af starfsmönnum nefndarinnar eru skráðar sem barnaverndarmál. Stór hluti þeirra tilkynninga sem berst frá lögreglu eru meðhöndlaðar á þann veg að starfsfólk sendir foreldrum bréf um að tilkynning hafi borist. Ef tilkynningin fer ekki í könnun er hún ekki skráð sem mál.

Í lok árs 2006 var málum 81 barna lokið en mál 112 barna voru enn í vinnslu.

Athyglisvert er að töluverð aukning er milli áranna 2005 og 2006 varðandi ráðstafanir vegna erfiðleika barna í skóla eða að skólasókn er áfátt. Árið 2005 voru 5 börn sem þurftu aðstoð vegna slíkra erfiðleika en árið 2006 voru þau 28.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024